Hvenær á tíðahringnum á sér stað egglos?
Konum er oft sagt að egglos eigi sér stað 14 dögum eftir að blæðingar byrja. Ef tíðahringur kvenna er reglulegur er auðveldlega hægt að styðjast við þessa tölu. Hinsvegar er raunin sú að egglos á sér stað 14 dögum áður en að blæðingar hefjast. Fyrir konur sem hafa óreglulegan tíðahring getur því verið erfitt að reikna út hvenær egglos á sér stað.
Hver eru líkamleg einkenni eggloss?
Svolitlar breytingar verða á líkama konunnar við egglos. Slímhúðin verður slímkenndari og minnir e.t.v. á hráa eggjahvítu. Líkamshiti hækkar líka lítillega: í grunnstöðu er líkami konunnar 37,55°C en við egglos og fram að blæðingum hækkar hann. Sumar konur finna fyrir svokölluðum egglossverkjum, en það eru vægir verkir sem minna á tíðaverki.
Er hægt að mæla nákvæmlega hvenær egglos á sér stað?
Með því að fylgjast með líkamshita og slímhúð má með góðum hætti finna út hvenær egglos á sér stað. Einnig eru til egglosspróf en þau virka eins og þungunarpróf og mæla ákveðinn hormón í þvagi. Hægt er að kaupa þau í apótekum.
Mynd í eigu Apokolokyntosis.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?