Hvað er sykursýki?

Sykursýki er sjúkdómur sem gerir það að verkum að sykurmagnið (glúkósi) í blóðinu verður meira en eðlilegt getur talist.

Almennt um sykursýki

Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu.

Til eru tvö afbrigði af sykursýki, týpur eitt og tvö:

 • Insúlínháð sykursýki, eða týpa 1 (sem er algengari hjá ungu fólki og börnum),
 • Insúlínóháð sykursýki, eða týpa 2 (sem er algengari hjá eldra fólk).
 • Einnig eru til önnur afbrigði af sykursýki eins og meðgöngusykursýki og sykursýki sem kemur til vegna ákveðinna lyfjameðferða.

Týpa eitt

Orsakast vegna þess að svokallaðar beta frumur í briskirtli mannsins hætta að framleiða insúlín.
Er lífstíðar sjúkdómur. Fólk getur lifað löngu og heilbrigðu lífi en þarf að passa mataræðið og taka inn lyf.

Týpa tvö

Þá framleiðir briskirtillinn nóg insúlín en það nýtist ekki frumum líkamans (insúlínóháð sykursýki).
Insúlínóháð sykursýki (týpa 2) kemur frekar fram hjá einstaklingum sem:

 • eiga ættingja með sykursýki,
 • hafa fengið sykursýki á meðgöngu,
 • eru of þungir,
 • hafa of háan blóðþrýsting,
 • þjást af æðakölkun (t.d. kransæðastíflu),
 • hafa of háa blóðfitu (kólesteról og þríglýseríða).

Helstu einkenni eru:

 • þorsti,
 • tíð þvaglát,
 • þreyta,
 • lystarleysi og þyngdartap,
 • kláði umhverfis kynfæri,
 • sýkingar í húð og slímhúð.

Þessi einkenni eiga við bæði insúlínháða og insúlínóháða sykursýki.
Ef einstaklingur er með þessi einkenni er ráðlagt að leita til læknis sem fyrst.

Sykursýki er meðhöndluð með:

 • réttu mataræði,
 • hreyfingu,
 • lyfjagjöf.

Heimildir:

Nánari lesning:

 

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar