Rakstur er ekki meðfæddur hæfileiki og krefst þjálfunar. “Karlmenn eru að meðaltali með 30 þúsund skegghár í andlitinu, sem vaxa um einn og hálfan sentímetra á mánuði. Ef skeggi er safnað í 50 ár gæti það orðið yfir 7 metra langt. Líklegt er að venjulegir karlmenn noti um 3.350 klukkustundir eða samanlagt 139 daga af lífinu í að halda skegghárunum í skefjum. Talið er að fyrstu rakstursblöðin hafi verið hákarlatennur, síðan hvöss vopn.” (Morgunblaðið)

Hvernig raka ég mig?

Í dag er talað um 2 tegundir raksturs, blautrakstur eða rakstur með sköfu og þurrrakstur eða rakstur með rafmagnsrakvél.

Blautrakstur eða rakstur með sköfu

Lykilatriðið að halda húðinni vel heitri. Því er best að raka sig með sköfu eftir sturtu.

Skef 1: Þvottur

Þvoðu andlitið með heitu vatni og sápu – það opnar svitaholur og mýkir gróf hár.

Skref 2: Settu á þig froðu

Sprautaðu smá froðu í lófan á þér og dreifðu henni svo í þunnu lagi um skeggvaxtarsvæðin á andlitinu í litlum hringlaga hreyfingum með fingurgómunum. Varaðu þig á að nota ekki of mikla froðu, það gerir raksturinn erfiðari.  –  froðan mýkir húðina og heldur henni heitri.

Skref 3: Flókni hlutinn – Skafa undan skeggvektinum

Meginreglan er að skafa undan skeggvextinum, þ.e. ekki á móti, en hafa ber í huga að skeggvöxturinn getur þó verið mismunandi eftir hvort um vanga, höku eða háls er að ræða. Sumir eru með svokallaða snarrót, þ.e. nokkurs konar hvirfil eða sveip og geta átt erfitt með rakstur þess vegna. Taktu eina stroku í einu og skolaðu blaðið á rakvélinni eftir hverja stroku í heitu vatni. Varast skal þó að hafa vatnið of heitt, það getur skemmt blaðið í sköfunni.

Skerf 4: Endaðu á erfiðu svæðunum

Byrjaðu á hliðunum og rakaðu í átt að miðju andliti, skildu yfirvörina og hökuna eftir þar til síðast, þar sem hárið vex þéttast þar og tekur lengri tíma að mýkjast í froðunni.

Skref 5: frágangur

Nú þegar þú ert búinn að raka yfir andlitið skaltu þurrka framan úr þér með köldu vatni. Það lokar svitaholum. Berðu svo á þig rakakrem. Forðastu að nota rakspíra þar sem alkóhólinnihaldið getur þurrkað húðina.

Þurrrakstur eða rakstur með rafmagnsrakvél

Hentar vel þeim sem eru með viðkvæma húð, en gefur ekki eins djúpan rakstur og blaut rakstur með sköfu.

Athöfnin segir sig nokkuð sjálf þar sem rakvélinni er strokið yfir þurra húðina en gott er að setja á sig rakakrem að rakstri loknum.

Heimildir

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar