Hvað er kjörþyngd?

Segja má að kjörþyngd sé mælitæki á heilsu fólks þegar kemur að holdafari. Sé fólk yfir kjörþyngd telst gæti það þurft að gera lífsstílsbreytingar til þess að viðhalda góðu heilbrigði. Það að vera undir kjörþyngd getur líka verið merki um að gæta þurfi betur að lífstíl og heilbrigði. Að sjálfsögðu er fólk mismunandi í vexti og því geta sumir verið yfir eða undirvenjulegri kjörþyngd en samt talist fullkomlega heilbrigt.

Algengast er að kjörþyngd sé reiknuð út með þyngdarstuðul BMI.

Hvað er BMI stuðull?

BMI stendur fyrir Body Mass Index og er reiknað út frá þyngd og hæð fólks. Niðurstaðan er svo táknuð með einingunni kg/m2.

Eftirfarandi tölur eru hafðar til viðmiðunar um holdafar fólks:

  • Sé fólk undir 18,5 kg/mtelst það vera undir kjörþyngd.
  • Sé fólk í 18,5 – 24,9 kg/mer það í kjörþyngd.
  • Sé fólk í 25,0 til 29,9 kg/mer það yfir kjörþyngd.
  • Sé fólk yfir 30,0 kg/m2 telst það vera með offitu.

Reiknivél fyrir BMI stuðul.

BMI stuðullinn er ekki heilagur sannleikur

Fituprósenta líkamans gefur mun betri vísbendingar um líkamlegt ástand, en að því sögðu skal tekið fram að þyngd eða fitumassi segir ekki endilega fullkomlega til um heilbrigði.  Margir aðrir þættir þurfa að koma til, svo sem mataræði, hreyfingarmagn,  til þess að hægt sé að meta heilbrigði einstaklings.

BMI þyngdarstuðullinn er aðeins til viðmiðunar. Hann hefur þær takmarkanir að segja ekkert til um hlutfall vöðva og fitu. Þeir sem eru vöðvamiklir geta því mælst yfir kjörþyngd, þó svo þeir séu í afbragðs góðu formi. Og þeir sem orðið hafa fyrir vöðvarýrnun, til dæmis í kjölfar veikinda, geta komið vel út í þyngdarstuðlinum þótt þeirra líkamlega ástand sé í raun ekki nógu gott.

Til að fá sem áreiðanlegasta útkomu er best að ráðfæra sig við fagfólk. Næringarráðgjafar og þjálfarar á líkamsræktarstöðvum geta framkvæmt fitumælingu með viðeigandi tækjabúnaði og mælingum. Heimilislæknirinn þinn getur líka gefið þér ráðleggingar varðandi heilbrigði.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar