Hvernig getur maður orðið brúnn og tanaður?

Til eru fjölmargar leiðir til að fá lit á húðina, og eru þær mis skynsamlegar. Hér má finna nokkrar leiðir og velta fyrir sér kostum þeirra og göllum:

Sólböð

Kostir við sólböð:

 • Það er gaman að fara í sólbað og því fylgir ákveðin stemning sem tengist fríi, sumri og sól.
 • Sólböð eru eitthvað sem maður getur gert sér til dægrastyttingar, einn eða með vinum, úti í garði, uppi í sumarbústað, á baðströndum og við sundlaugar.
 • Sólböð eru frekar “náttúruleg aðferð” til að verða brúnn.
 • Maður fær “far” eftir fötin sem maður klæðist og sér því glögglega árangurinn.

Gallar við sólböð:

 • Lengri sólböð eru óholl og geta valdið húðkrabbameini.
 • Nauðsynlegt er að bera á sig sólarvörn áður en farið er í sólbað.
 • Maður situr uppi með far eftir bolinn eða baðfötin, nema maður hafi algjört næði í garðinum eða úti í náttúrunni og geti verið ber. Nú, eða ef maður finnur nektarströnd.
 • Sólböð er ekki hægt að stunda allan ársins hring, allavega ekki á Íslandi.

Ljósabekkir

Kostir við ljósabekki:

 • Góð brúnka næst á allan líkamann á skömmum tíma.
 • Hægt er að fara í ljós allan ársins hring.

Gallar við ljósabekki:

 • Ljósabekkjanotkun er gríðarlega óholl og getur verið krabbameinsvaldandi.
 • Nauðsynlegt er að nota sólarvörn í ljósabekkjum.
 • Ljósabekkir valda geislun sem geta verið skaðleg fyrir sjón og fleira, það er ekki bara hætta á húðvandamálum.
 • Ljósabekkjabrúnka getur verið gervileg.

Brúnkumeðferðir

Kostir við brúnkumeðferðir, á borð við brúnkukrem, brúnkuklúta og brúnkusprautun

 • Hægt er að fá jafnan lit á allan líkamann, sér í lagi ef brúnkumeðferðin er gerð af fagmanni á snyrtistofu.
 • Brúnkumeðferðir af þessu tagi eru ekki eins skaðlegar fyrir húðina og löng sólböð og ljósabekkir.
 • Hægt er að fara í brúnkumeðferð allan ársins hring og auðvelt er að viðhalda árangrinum.
 • Hægt er að leggja áherslu á einstök svæði líkamans að vild, t.d. fótleggi, handleggi eða andlit.

Gallar  við brúnkumeðferðir, á borð við brúnkukrem, brúnkuklúta og brúnkusprautun:

 •  Ákveðin hætta er á að liturinn verði gervilegur.
 •  Ákveðin hætta er á að liturinn verði ójafn.
 •  Það er dálítið maus að gera þetta sjálfur, en það er ódýrara.
 •  Það kostar sitt að fara í brúnkumeðferð á snyrtistofu.

Hvað er þá best að gera?

Í gegnum tíðina hefur það líka verið í tísku að vera skjanna hvítur. Þá notaði fólk ýmsar aðferðir til að gera sig eins fölt og það mögulega gat, forðaðist til dæmis sólarljós og setti á sig hvítt púður. Tanið er tískufyrirbrigði. Það skynsamlegasta sem hægt er að gera í stöðunni er að sætta sig við húðlitinn eins og hann er.
Það er:

 • ódýrast
 • heilsusamlegast
 • minnsta vesenið

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar