Hvað eru sjúkradagpeningar?

Sjúkradagpeningar eru greiddir til fólks sem hefur þurft að leggja niður vinnu vegna langra veikinda og hefur því ekki tekjur. Til að fá sjúkradagpeninga þarf fólk að vera algjörlega óvinnufært. Launþegar sem fá greidd laun í veikindum fá ekki sjúkradagpeninga og þeir eru ekki greiddir samhliða greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Hverjir eiga rétt á sjúkradagpeningum?

Til að hafa rétt á sjúkdradagpeningum þarf viðkomandi að hafa búið á Íslandi síðustu sex mánuði og vera sjúkratryggður í almannatryggingakerfinu. Fólk þarf að vera alveg óvinnufært og hafa lagt niður störf vegna veikinda í að lágmarki 21 dag. Sé fólk á launum í veikindum eða fái greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á það ekki rétt á sjúkrapeningum. Örorkuþegar og lífeyrisþegar með skertan lífeyri geta fengið hluta sjúkradagpeninga greiddan hafi þeir lagt niður launaða vinnu. Sjálfstætt starfandi, heimavinnandi og námsmenn eiga rétt á sjúkradagpeningum í ákveðnum tilfellum.

Hægt er að lesa um rétt til sjúkradagpeninga á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

Hvernig er sótt um sjúkradagpeninga?

Fylla þarf út umsókn og skila henni inn til þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Umsóknina má nálgast á heimasíðu þeirra. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókn:

  • sjúkradagpeningavottorð útfyllt af lækni;
  • vottorð frá vinnuveitanda, ef umsækjandi er launþegi. Vottorðið fylgir með eyðublaðinu hér að ofan;
  • vottorð frá skóla vegna forfalla í námi, ef sjúklingur er námsmaður.

Nánar má lesa um greiðslur sjúkradagpeninga á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar