Hvað eru heilbrigðisvísindi?

Heilbrigðisvísindi eru fræði sem snúa að öllu sem viðkemur mannslíkamanum: heilsu, lækningum og lyfjum. Sem dæmi um greinar eru læknisfræði, hjúkrunarfræði, lyfjafræði og sálfræði.

Hvar eru heilbrigðisvísindi kennd?

  • Háskóli Íslands býður upp á nám í heilbrigðisvísindum í sex mismunandi deildum. Á heimasíðu heilbrigðisvísindasviðs má nálgast frekari upplýsingar um námsframboð hverjar deildar fyrir sig og inntökuskilyrði.
  • Háskólinn á Akureyri býður upp á nám í hjúkrunarfræði, bæði í grunn- og framhaldsnámi, og iðjuþjálfun. Upplýsingar um námið má nálgast á síðu skólans. Sálfræði er einnig kennd þar, en heyrir þar undir hug- og félagsvísindasvið.
  • Háskólinn í Reykjavík býður upp á sálfræðinám. Nánar má lesa um námið á heimasíðu skólans.

Við hvað starfar fólk með menntun í heilbrigðisvísindum?

Fólk með sérhæfða menntun í heilbrigðisvísindum starfar sem læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, tannlæknar og tannsmiðir.

Lyfjafræðingar starfa við þróun og framleiðslu lyfja, innan heilbrigðisstofnana og í lyfjaverslunum.

Matvæla- og næringarfræðingar starfa á sviði matvælaframleiðslu og manneldis, til dæmis við rannsóknir, stjórnun og ráðgjöf. Innan matvælaiðnaðarins starfa margir þeirra við gæðaeftirlit og stefnumörkun og einnig taka þeir ákvarðanir um næringarfræðileg málefni. Þeir starfa einnig við markaðsmál, vöruþróun, kynningar og sitthvað fleira.

Sálfræðingur er lögbundið starfsheiti, en til þess þarf að ljúka grunnnámi í sálfræði auk cand. psych. meistaranáms. Nám í sálfræði veitir aðgang að fjölbreyttum störfum. Sálfræðingar fást við sálfræðilega meðferð á einstaklingum, fjölmiðlun, auglýsingagerð, almannatengsl, markaðsmál, hönnun, skipulagsmál, stjórnun og rannsóknir af ýmsu tagi.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar