Hvað er heimavistarskóli?

Heimavistarskólar eru framhaldsskólar sem bjóða nemendum upp á að vera í fullu fæði og húsnæði í næsta nágrenni við skólann gegn vægu gjaldi. Heimavistarskólar eru góður kostur fyrir fólk sem býr á fámennum stöðum þar sem ekki eru starfræktir framhaldsskólar.

Af hverju að fara í heimavistarskóla?

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk kýs að fara á heimavist. Oftast er það vegna þess að nemendur búa langt frá næsta framhaldsskóla. Aðrir gera það vegna félagslífsins og reynslunnar og enn aðrir vegna þess að námið er ekki kennt í nágrenni við heimilið.

Hvar er heimavist?

Flest allir skólar á landsbyggðinni eru með heimavist. Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á heimavist og hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíður skólanna.

Í Reykjavík er það:

Á Suðurlandi eru það:

Á Austurlandi eru það:

Á Norðurlandi eru það:

Á Vestfjörðum og Vesturlandi eru það:

Engir heimavistarskólar eru staðsettir í Reykjavík. Á móti kemur að fólk utan að landi getur fengið jöfnunarstyrk kjósi það að mennta sig fjarri heimahögum.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar