Fyrir hvern er meistaranám?

Iðnmeistaranám er nám sem leiðir til meistararéttinda í iðngreinum. Allir þeir sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltri iðngrein geta stundað námið.

Markmið meistaranáms

Markmið iðnmeistaranáms er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði.

Hvað er kennt í meistaranámi?

Lykilgreinar í náminu eru stjórnunar- og rekstrargreinar sem miða að því að gera iðnmeistara hæfa til að sjá um kennslu nýliða og reka eigið fyrirtæki. Því læra iðnmeistarar bókhald, gæðastjórnun, áætlunargerð, samskipti, kennslu og þjálfun o.fl. ásamt faggreinum tengdum þeirri iðn.

Hvernig er námið uppbyggt?

Meistaranám er þrískipt:

  • Almennt bóknám – greinar á borð við íslensku, tölvunotkun og viðskiptafræði.
  • Stjórnunar- og rekstrargreinar – námið inniheldur bókhald, kennslu/þjálfun, reikningsskil og rekstur.
  • Faggreinar –  Áfangar sem taka á mismunandi þáttum eftir þeirri iðn sem nám er stundað í.

Breytilegt er hvaða áfanga iðnmeistarar taka eftir greinum en námið er að jafnaði 40 til 60 einingar. Allar meistaranámsleiðir fylgja því markmiði að veita fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði

Inntökuskilyrði í iðnmeistaranám

Að hafa lokið sveinsprófi í löggiltri iðngrein.

Hvar er námið kennt?

Enginn einn skóli býður upp á meistaranám fyrir allar iðngreinar. Því verður þú að finna þann skóla sem kennir iðnmeistaranám í þinni iðn og í smærri skólum er meistaranám ekki kennt nema nægur fjöldi nemenda skrái sig til náms.

Skólar sem kenna meistaranám eru:  

Umsókn um meistarabréf að námi loknu?

Þegar nemendur hafa lokið námi þurfa þeir að sækja um meistarabréf hjá sýslumanni eða mannvirkjastofnun.

Nám að loknum meistararéttindum
Þeir sem huga á áframhaldandi nám að loknum meistararéttindum geta sótt í endur- og símenntunarstofnanir sem bjóða uppá fjölbreytt námskeið og stuttar námsleiðir.  Einnig verður sífellt algengara að iðnmenntaðir nemendur sæki í háskólanám tengt sínum greinum. Hafir þú hug á áframhaldandi námi erlendis þá er Tækniskólinn í samstarfi við VIA University Collage í Horsen.

Heimildir

Tækniskólinn – http://www.tskoli.is/skolar/meistaraskolinn/
Iðnaðarlög – http://www.althingi.is/lagas/137/1978042.html
Námsskrá http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3966

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar