Leiðsögunám er nám til að verða Leiðsögumaður. Námið er fjölbreytt og spennandi fyrir fólk sem hefur áhuga á landi og þjóð. Í náminu er fjallað um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru einnig fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni.
Hvar er hægt að læra leiðsögunám ?
- Nám í boði fyrir verðandi leiðsögumenn er kennt í 5 skólum hér á landi:
- Leiðsöguskóli Íslands (Hluti af Menntaskólanum í Kópavogi)
- Ferðamálaskóli Íslands
- Símenntun Háskólans á Akureyri
- Endurmenntun Háskóla Íslands
- Keilir
Almennt um námið
- Leiðsögunám tekur að jafnaði eitt skólaár.
- Námið er kennt í kvöld- og dagskóla.
- almennt er farið í mikið af vettvangs- og æfingarferðum.
- Jafnan er þess krafist að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilegat nám að baki og hafi náð 21 árs aldri.
- Nemendur verða að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli, auk Íslensku.
Leiðsöguskóli Íslands (MK)
- Námið hefst í lok ágúst ár hvert og lýkur í maí.
- Kennt er á kvöldin frá kl 16:40 – 21:20 þrjú kvöld í viku, mánudaga, þriðjudaga, og miðvikudaga.
- Um helgar geta verið vettvangs og æfingarferðir.
- Námið er 33 til 35 einingar.
- Nánar um námið
Símenntun Háskólans á Akureyri
- Námið er kennt í samstarfi við menntaskólann í Kópavogi, Samtök ferðaþjónustunar og SBA Norðurleið.
- Námið er 37 einingar og skiptist í kjarnagreinar á haustönn 17 ein. og almenna leiðsögn á vorönn 20 ein.
- Kennt er 3 kvöld í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17:00-21:00 og farnar 5-7 vettvangs- og æfingaferðir á önn
- Kennsla hefst um miðjan september að undangengnu inntökuprófi í júní og útskrifast nemendur að loknum 37 einingum í lok maí
- Nánar um námið
Ferðamálaskóli Íslands
- Boðið er uppá dagnám og kvöldnám.
- Námið hefst í byrjun október og lýkur í apríl.
- Nánar um námið
Endurmenntun Háskóla Íslands (Leiðsögunám á háskólastigi)
- Leiðsögunám á háskólastigi er þriggja missera námsbraut
- Kennsla fer að jafnaði fram 2 sinnum í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, kl 16:10 – 19:55.
- Talþjálfun fer fram reglulega í smærri hópum sem hittast reglulega.
- Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla.
- Kennt er í staðnámi eða fjarnámi.
- Nánar um námið er að finna hér:
Keilir – Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku
- Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður
- Námið er kennt í samstarfi við Thompson Rivers University í Kanada
- Námið er kennt sem fullt nám til 30 eininga og er átta mánaða nám á háskólastigi
- Nemendur útskrifast með alþjóðlegt skírteini frá Thompson Rivers University í Kanada (Adventure Sport Certificate).
- Inntökuskilirði er að hafa náð 18 ára aldri og hafa klárað minnst helming eininga til stúdentsprófs
- Námið hefst í ágúst
- Nánari um námið
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?