Hvað eru lýðháskólar?

Lýðháskólar eru einskonar lífsleikniskólar þar sem nemendur geta valið sér nám úr fjölda ólíkra námsgreina. Í lýðháskólum er ekki lögð áhersla á próf heldur fremur þátttöku og að nemendur læri eitthvað gagnlegt og skemmtilegt. Lýðháskólar eru starfræktir á öllum Norðurlöndunum.

Hvernig nám er í boði?

Fjöldi námsbrauta er í boði í lýðháskólum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi mætti nefna ýmsar íþróttagreinar, tónlist, ljósmyndun, myndlist, leiklist og hönnun. Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi. Hér fyrir neðan eru hlekkir á upplýsingasíður en þar má skoða framboð af lýðháskólum flokkað eftir löndum.

 • Upplýsingar um lýðháskóla á Íslandi má nálgast hér og hér.
 • Upplýsingar um lýðháskóla í Danmörku má nálgast hér.
 • Upplýsingar um lýðháskóla í Noregi má nálgast hér.
 • Upplýsingar um lýðháskóla í Svíþjóð má nálgast hér.
 • Upplýsingar um lýðháskóla í Finnlandi má nálgast hér.
 • Upplýsingar um lýðháskóla í Færeyjum má nálgast hér.
 • Upplýsingar um lýðháskóla á Álandseyjum má nálgast hér.

Hvað kostar að fara í lýðháskóla?

Verð getur verið mjög mismunandi eftir skólum og löndum. Kostnaður við nám í dönskum lýðháskóla getur verið frá 1.200 – 2.500 DKK á viku, meðalkostnaður er 1.700 á viku.  Innifalið í því er matur, húsnæði, efniskostnaður og fleira.

Kostnaður við nám í norskum lýðháskóla getur verið frá 82.500 – 164.000 NOK fyrir heilsársnám, meðalkostnaður er 120.854 NOK.

Er hægt að fá styrki eða lán fyrir lýðháskólanámi?

Lýðháskólanám er ekki lánshæft hjá LÍN. Aftur á móti er hægt að sækja um styrki til náms á þó nokkrum stöðum.

 • Ungmennafélag Íslands veitir styrki til náms í ákveðnum íþróttalýðháskólum í Danmörku. Frekari upplýsingar og umsókn má nálgast hér.
 • Norræna félagið á Íslandi veitir styrki til lýðháskólanáms. Umsókn má nálgast hér.
 • Norræna félagið í Danmörku veitir styrki til Íslendinga til að stunda nám í Danmörku. Umsókn má nálgast hér.
 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar