Vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu breyttust reglur um frjálsa för þann 1. janúar 2021.
Íslendingar sem hafa í hyggju að flytja til Bretlands þurfa bæði vegabréfsáritun og að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi breskra stjórnvalda til að fá dvalarleyfi.
Þú getur heimsótt Bretland án vegabréfsáritunar og í flestum tilfellum geturðu dvalið án áritunar í allt að 6 mánuði.
Nóg er að vera með gilt vegabréf ef þú ert í stuttu ferðalagi eða að millilenda.
Huga þarf að viðeigandi ferðatryggingum þar sem evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur í Bretlandi eins og er. Þetta gildir einnig ef einungis er um millilendingu að ræða.
Þú getur sótt um vegabréfsáritun fyrir námsmenn ef þú ert orðin/n 16 ára og hér geturðu séð hvort þú þurfir áritun.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?