Hvað gera Samtök ungra bænda?

Markmið samtakanna er að sameina ungt fólk sem hefur áhuga á landbúnaði. Innan samtakanna starfa landshlutafélög, eitt í hverjum landsfjórðungi og er starfssemi innan þeirra margvísleg. Á vegum samtakanna er m.a. haldin keppnin Ungi bóndi ársins sem nýtur sívaxandi vinsælda þar sem lið og einstaklingar etja kappi. Einnig hafa samtökin og aðildarfélögin staðið að málþingum um mál í brennidepli auk ýmissa annarra mannfagnaða.

Fyrir hvað standa samtökin?

Samtök ungra bænda voru stofnuð m.a. til þess að búa til umræðuvettvang á meðal ungs fólks í landbúnaði. Samtökin spanna breytt svið landbúnaðarins allt frá búfjárrækt, jarðrækt, garðyrkju og svo mætti lengi telja, allt eftir því hvernig landbúnaður er skilgreindur.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Samtökin eru opin öllum á aldrinum 18-35 sem hafa áhuga á landbúnaði. Ef þú hefur áhuga á landbúnaði eða vilt fræðast meira um landbúnað, þá er hægt að gerast félagi í gegnum heimasíðuna: ungurbondi.is.

Í samtökum ungra bænda er hægt að kynnast ungu fólki sem deilir áhuga á landbúnaði.

 

Hafa samband við Samtök ungra bænda

Netfang: ungurbondi@ungurbondi.is
Heimasíða: www.ungurbondi.is
Á Fésbókinni :  Samtök ungra bænda

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar