Háskóladansinn

Asparhvarfi 17C
203 Kópavogi
Netfang: haskoladansinn@haskoladansinn.is
Heimasíða: www.haskoladansinn.is
Á Fésbókinni: www.facebook.com/haskoladansinn

Hvað er og gerir Háskóladansinn?

Í Háskóladansinum er að finna fjölbreytt úrval af dönsum, og má þar nefna:

salsa,  boogie woogie,  lindy hopargentínskan tangó,  west coast swing,  contemporary,  swing&rock‘n‘roll.

Haldin eru nokkur danskvöld í viku og námskeið í hverjum dansi einu sinni í viku. Greitt er annargjald sem haldið er í lágmarki og gildir það í alla dansa, alla önnina. Öll vinna í félaginu er sjálfboðavinna og því hægt að bjóða fólki dans á frábæru verði.

Hver er tilgangurinn með Háskóladansinum?

Tilgangur félagsins er að efla dansíþróttina innan háskólasamfélagsins. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að bjóða upp á fjölbreytta dansa og með alþjóðlegu samstarfi við önnur dansfélög. Félagið er ekki eingöngu fyrir háskólanema heldur er það opið öllum!

Hvað kostar að taka þátt í Háskóladansinum?

Annargjald er 7.000 kr. fyrir  háskólanema og 10.000 kr. fyrir aðra. Annargjaldið gildir í alla dansa sem Háskóladansinn býður upp á. Greiðsluupplýsingar má finna á vef Háskóladansins.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Námskeið Háskóladansins fara fram á haustönn og vorönn og fylgja að mestu almanaki skólanna. Skráning og allar upplýsingar eru í gegnum heimasíðuna, www.haskoladansinn.is. Þar má einnig finna stundaskrá Háskóladansins fyrir haustið 2012.

Í Háskóladansinum er hægt að…

  • læra marga dansa fyrir frábært verð,
  • kynnast mörgu skemmtilegu fólki,
  • fá frábæra líkamsrækt,
  • stunda skemmtilegt félagslíf.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar