Hvað gerir HÍT?

Félagið heldur fundi síðasta miðvikudag hvers mánaðar, nema í júní, júlí og desember. Einnig eru haldnir fyrirlestrar og námskeið. HÍT hefur einnig staðið fyrir árlegri töfrasýningu í lok hausts.

Hver er tilgangur HÍT?

Tilgangur félagsins er að vera vettvangur áhugafólks um töfra og töfrabrögð og að auka áhuga á töfrum og töfrabrögðum í samfélaginu. Jafnframt leggur það áherslu á að auka þekkingu og færni félagsmanna á töfrabrögðum. Þá heldur það í heiðri eið töframanna. Félagar í HÍT eru einnig meðlimir í IBM (International Brotherhood of Magicians) sem eru stærstu alheimssamtök töframanna í heimi.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Félagið er opið áhugafólki um töfra og töfrabrögð. Umsækjendur þurfa að sýna grunnþekkingu í töfrabrögðum og geta sýnt atriði við innvígslu í félagið.  Miðað er við að fullgildir félagar séu 18 ára og eldri, en í haust stendur til að stofna deild yngri töframanna, 13–17 ára. Áhugasamir geta haft samband við félagið til að fá nánari upplýsingar.

Í HÍT er hægt að…

  • læra töfrabrögð hjá töframönnum á heimsmælikvarða;
  • ræða um töfrabrögð við aðra töframenn;
  • sjá og sýna töfrabrögð;
  • fá upplýsingar um töfraráðstefnur víðsvegar um heiminn;
  • fá upplýsingar um verslanir með töfravörur um allan heim;
  • taka þátt í árlegri töfrasýningu HÍT;
  • fá ókeypis áskrift að einu stærsta tímariti heims um töfrabrögð;
  • fá ráðleggingar um töfrabrögð, framkomu o.m.fl.

 

Hafa samband við Hið íslenska töframannagildi (HÍT)

Netfang: toframenn@toframenn.is
Heimasíða: www.toframenn.is

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar