Fálkaorðan er heiðursviðurkenning sem forseti Íslands veitir nokkrum Íslendingum tvisvar á ári; 1. janúar og 17. júní. Venjulega veitir hann í kringum tíu Íslendingum orðuna en sömuleiðis gefur hann erlendum ríkisborgurum stundum orðuna við sérstök tilefni og heimsóknir.
Fimm tegundir
Fálkaorðan er til í fimm útgáfum:
- Riddarakrossinn er hin venjulega fálkaorða sem flestir fá.
- Stórriddarakrossinn er æðri útgáfa af orðunni.
- Stórriddarakross með stjörnu er enn æðri útgáfa.
- Stórkross er æðsta útgáfa orðunnar sem venjulegir ríkisborgarar fá.
- Keðja ásamt stórkrossstjörnu er æðsta útgáfa orðunnar en einungis erlendir þjóðhöfðingjar fá hana.
Sérstök orðunefnd ákveður úthlutanir orðunnar og hver sem er getur tilnefnt fólk til hennar.
Sjá nánar um íslensku fálkaorðuna á vefsíðu embættis forseta Íslands.
Myndin er af stórkrossstjörnu fálkaorðunnar ásamt keðju. Hana fá aðeins erlendir þjóðhöfðingjar.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?