Mikil samvinna er milli norðurlandanna um menningarmál, stjórnmál, atvinnu, nám og fleira. Að flytja til milli norðurlanda er mun auðveldara fyrir Íslendinga en að flytja til annarra landa. Ástæðan fyrir því er sú að ríkisstjórnir á norðurlöndum hafa gert samninga sín á milli um atvinnu, nám og búsetu á norðurlöndum. 

Hver eru norðurlöndin?

Ísland, Danmörk, Grænland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Álandseyjar eru norðurlönd. Grænland og Færeyjar tilheyra Danmörku, Álandseyjar tilheyra Finnlandi, en hin löndin eru sjálfstæð og fullvalda ríki. Stundum ruglar fólk saman norðurlöndunum og Skandinavíu, en í Skandinavíu eru bara Noregur og Svíþjóð.

Norden – opinbert samstarf Norðurlandanna

Á vef Norden má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem hyggjast flytja innan Norðurlandanna.

Hvað er Norræna félagið?

Norræna félagið er félag fólks sem hefur áhuga á að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga við aðra norðurlandabúa. Félagið stendur fyrir ýmsum menningarviðburðum, tungumálanámskeiðum, útgáfu, vinabæjamótum, Nordjobb og mörgu fleira. Þú getur gengið í norræna félagið ef þú hefur áhuga á norðurlöndunum, og svo er einnig hægt að ganga í Nordklúbbinn, sem er ungliðadeild norræna félagsins.

Hvað er Norðurlandaráð?

Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur fyrir þjóðþing norðurlandanna. Ráðið fjallar um ýmis sameiginleg hagsmuna- og stefnumál norðurlandanna.
Sími: +45 33 96 04 00,
Heimilisfang: Ved Stranden 18
1061 København K
Danmark

Hvað er Norræna ráðherranefndin?

Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna norðurlandanna, og vinnur í nánu samstarfi við Norðurlandaráð. Ráðherranefndin rekur Norræna húsið, sem stendur fyrir ýmsum menningarviðburðum.
Sími: +45 33 96 02 00,
Heimilisfang: Ved Stranden 18
1061 København K
Danmark
  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar