13 ára og vantar vinnu í sumar.

1947

Hæ er 13 ára og mamma og pabbi seyja að ég verði að fá mer vinnu í sumar en ég vil ekki fara í unglinga vinnuna af því að ég er svo hrædd við geitunga og köngulær og svona.
Hvar get ég fengið vinnu ?? (Í Hafnarfirði)

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Á Íslandi eru lög og reglur sem takmarka það hvað börn og ungmenni mega starfa við. Í þínu tilfelli þá mega allir 13-14 ára vinna létt störf í allt að 2 klst. á dag á starfstíma skóla en 7 klst. á dag utan starfstíma skóla. Þó má ekki vinna á milli kl. 20 á kvöldin til kl. 6 á morgnana og þú átt rétt á a.m.k. 14 klst. hvíld á sólarhring.  Kynntu þér betur reglur um vinnutíma barna og ungmenna á vef VR https://www.vr.is/kjaramal/vinnutimi/vinnutimi-barna-unglinga/ 

Oft ekki að leita langt til að bjóða fram krafta sína. Fjölskyldufólk er oft í leit að ábyrgum aðila sem það treystir til að passa börnin af og til, og sumir vilja gjarnan borga fyrir að láta þrífa heima hjá sér eða þrífa bílinn. Slík aukavinna getur oftar en ekki verið mjög heimilisleg og hugguleg og boðið upp á skemmtileg samskipti. Þá er líka oft þörf á blaðberum til að bera út blöð á morgnanna t.d. hjá Morgunblaðinu.

Unglingavinna snýst ekki eingöngu um geitunga og köngulær, enda margt sem hægt er að gera. Ef að þetta er einhver sjúklegur ótti þá ráðlegg ég þér að tala við yfirmenn vinnuskólans. Unglingavinnan snýst líka um tengsl og vera með jafnöldrum sínum á skemmtilegasta tíma ársins.

Síðast og ekki síst ræddu þessi áform þín við foreldra þína. Því þau þurfa að samþykkja að þú skrifir undir ráðningasamning.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar