15 ára á óreglulegum blæðingum

247

Hæhæ, ég er 15 ára stelpa á mjög óreglulegum blæðingum. Ég er um 150 cm og 41kg. Ég byrjaði fyrst á blæðingum fyrir rúmlega ári, síðan þá hef ég sjaldan farið á blæðingar. Það getur liðið 1, 2 eða jafnvel 3 mánuðir á milli blæðinga, tíðarhringurinn getur verið alveg frá 30 til 80 daga Fyrir stuttu byrjaði ég að fá rauðbrúna útferð líklegast í staðinn fyrir blæðingar en samt ekkert blóð án verkja samt. Ég er búin að fá þessa útferð í hverjum mánuði síðustu 3 mánuði. Þar sem að ég er byrjuð að stunda kynlíf er þetta rosalega óþæginlegt og er oft stressuð um að ég se þunguð þrátt fyrir að ég sé það ekki. Er ekki á pillunni og hef aldrei verið á henni. Veit ekki alveg hvort að ég þurfi bara að biða eða hvort að það sé hægt að gera eitthvað.

Svona útferð getur einmitt verið merki um óléttu og getur líka verið einkenni kynsjúkdóms.  Þannig að þú ættir að taka þungunarpróf og fá tíma í kynsjúkdómatékk, þú getur pantað á heilsugæslunni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í síma 543 6350.  Það er ókeypis.
Annars þarf ekki að vera neitt að þó að blæðingar séu óreglulegar, það er margt sem getur haft áhrif á tíðarhringinn.  Til dæmis stress, líkamsþyngd, mikil líkamsrækt..og þú tekur fram að þú sért 41 kg  þannig að þyngdin þín gæti haft áhrif hjá þér án þess að nokkur ástæða sé til að hafa áhyggjur.

Þar sem þú ert farin að stunda kynlíf þá hvet ég þig til að panta tíma hjá lækni og ræða málin.  Spá í hvort þú viljir byrja á pillunni eða nota aðra hormónagetnaðarvörn.  Þó ég hvetji þig eindregið til að nota smokkinn líka.  Þú getur rætt þessi mál við lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi eða pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni, fengið að vita hvort allt sé ekki ok., fegnið ráðgjöf varðandi getnaðarvarnir og spáð í ástæður óreglulegra blæðinga.

Vona þú pantir tíma.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar