Góðan dag 🙂 Hvernig flokkar maður bréfið utan af smjöri/smjörlíki? Hvernig flokkar maður djúsumbúðir og annað sem lúkkar eins og það sé með álfilmu? er það kannski bara plast?
Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Samkvæmt Sorpu, endurvinnslustöð, þá flokkast umbúðir sem eru blanda af pappír og álfilmu sem pappír í endurvinnslu. Hins vegar er mikilvægt að hreinsa umbúðirnar vel af matarleifum og taka plasttappa af djúsfernum ef þær eru með tappa.
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?