Á að byrja á blæðingum eftir 10 daga

262

hæhæ ég er á 18 ári og ég á að byrja á blæðingum eftir 10 daga en núna í dag og allan gærdaginn er búið að koma brún útferð sem gerist alltaf bara þegar ég er að klára blæðingar og ég var að pæla hvort þið hafið ehv hugmyndir um hvað þetta gæti verið? 🙂

Þetta getur verið blæðingaróregla sem er ekkert til að hafa áhyggjur af.  Ef þú ert á pillunni þá getur þetta verið merki um að þú gætir þurft að prófa aðra tegund.  Ég myndi samt gefa þessu séns amk. næsta tíðarhring líka og sjá hvort koma milliblæðingar þá líka.

Ef þú hefur stundað kynlíf þá getur þetta verið einkenni óléttu eða kynsjúkdóms þannig að þú ættir að tékka á því ef staðan er þannig.  Best að kaupa þá þungunarpróf og taka það um 3-4 dögum eftir að blæðingar eiga að byrja.  Ef það er séns á kynsjúkdómi þá ættir þú að panta tíma hjá lækni á heilsugæslunni þinni, hjá kvensjúkdómalækni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í síma 5436050 (það er ókeypis).

En svona milliblæðingar geta líka verið alveg saklausar og eðlilegar, ef þú hefur ekki stundað kynlíf og ert ekki á pillunni þá skaltu bara sjá til og ef þetta gersti oftar þá getur þú haft samband við lækni.

Bestu kveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar