Ég byrjaði aftur á pillunni (Microgyn) eftir langt hlé og eina meðgöngu. Valdi hana þar sem ég hafði góða reynslu af henni. Þegar ég var rúmlega hálfnuð með fyrsta spjaldið þá byrja ég á blæðingum með vægum túrverkjum (ekki spotting, eins og talað er um sem aukaverkanir) en hélt áfram og kláraði spjaldið. Nú er pásutímabilið og eðlilegt að ég sé á blæðingum en spurningin er hvort þetta sé eðlileg hormónatruflun og ég eigi bara að halda áfram á næsta spjaldi eins og ekkert sé eða hætta og skipta um pillu ?
Hæ
Gefðu pillunni séns í einn til tvo mánuði í viðbót. Það getur verið að þetta séu bara byrjunar hormónaruglingur. Ef það er séns á að þú gætir verið ólétt þá skaltu tékka á því til öryggis. Svona blæðingar gætu mögulega verið einkenni og betra að komast að því strax. Ef þú tekur þungunarpróf og það er neikvætt þá skaltu bara taka pilluna áfram samkvæmt leiðbeiningum. Ef þetta gerist aftur, að það koma svona milliblæðingar þá skaltu hafa samband við lækninn og prófa aðra tegund. Það gæti verið að önnur tegund henti þér betur núna þó þessi hafi verið málið fyrir meðgöngu.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?