Á ég að spyrja kærustuna eða ekki?

474

Ég og kærastan mín (ég er 15 og hún er 14 en við erum bæði fædd 2003) höfum verið saman í svona mánuð og erum eiginlega soldið mikið á svona fyrsta stigi ennþá eða þannig. Við höfum ekki farið lengra en að kyssast, ekki beint sleik en við erum oft heima hjá mér að horfa á þætti saman uppi í rúminu mínu eða hún að horfa á mig í playstation og eitthvað að knusast og kyssast svona langa kossa. Mig langar að taka þetta aðeins lengra en veit ekki hvað hana langar en hún er bara svo sæt og heit og skemmtileg og ég er rosa hrifinn af henni og vil ekki fokka upp sambandinu með því að spyrja… en á hinn bóginn þá veit ég ekkert hvað hana langar þannig kannski vill hún fara lengra. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja eða reyna finna út úr því hvað hún vill eða hvað?
PS ég setti ekki tölvupóstfang þannig ertu til í að setja á vefinn? Takk

Já!  Endilega tala um kynlíf.  Spyrja hana hvað hún vill og þú að segja henni hvað þú ert til í.  Láta hana vita hvað þér finnst um hana.  Þú gætir nú barasta sýnt henni þetta bréf sem þú sendir inn, það myndi opna umræðuna ef þú vilt.

Allra besta kynlífsráðið er að tala saman.  Að þora að segja hvað þú ert til í og að spyrja hvað hún sé til í.  Það er líka gott ráð að spyrja á meðan þið eruð að kela hvort þetta sé í lagi, hvort henni líði vel.  Þetta er frábært spurning hjá þér og þú skalt endilega láta hana vita hvað þig langar en líka vera tilbúin að heyra það ef hún er ekki alveg komin á sama stað.  Láta hana vita að þú sért ekki að pressa á neitt.  Því þetta er ekki gaman nema þið bæði séuð tilbúin og sátt.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar