Á ég að þora að segja strák að ég sé skotin í honum?

243

Hæhæ , mig langar svo að segja strák sem er með mér í bekk að ég sé skotin í honum en ég er svo hrædd um að honum muni finnast það eitthvað asnalegt. Ég hef áður sagt svona við stráka og í bæði skiptin hefur tilfinningin verið gagnkvæm . Og þá hefur mér alltaf liðið svo vel en ég er hrædd um að það verði öðruvísi í þetta sinn. Hvað á ég að gera? Á ég að segja og hvernig ? Eða sleppa þessu bara? Þetta veldur einhvern veginn svolitlu stressi ! Með fyrirfram þökk 🙂

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ég ráðlegg þér auðvitað bara að láta vaða, hvað er það versta sem getur gerst? Það yrði óþægilegt í smástund ef tilfinningin væri ekki gagnkvæm en þú munt aldrei komast að því ef þú spyrð aldrei, ekki satt? Það er miklu betra að stíga út fyrir þægindarammann og láta bara vaða frekar en hugsa seinna meir um hvað hefði getað orðið.

Það er rosalega auðvelt að sitja bakvið tölvuskjá og segja þér að gera eitthvað sem gæti orðið hrikalega vandræðalegt en eins og þú segir þá hefur þú verið í þessu aðstæðum áður og það fór vel. Ég er viss um að svo verði aftur.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar