Á pottaplöntum mínum eru smáflugur. Hvernig losna ég við þær?

  421

  Hæhæ og takk fyrir spurninguna.

   

  Algengasta orsökin fyrir því að smáflugur leitast í pottaplöntur er að það er verið að vökva plönturnar of mikið. Ef það virkar ekki að draga úr vökvuninni þá eru nokkur ráð sem hægt að er leita til.

  Ráð nr. 1: Settu teskeið af sykri í skál, tvo til þrjá dropa af uppþvottasápu og einn bolla af edik í sömu skál. Settu plastfilmu yfir og potaðu lítil göt á plastfilmuna og settu skálina nálægt plöntunni. Skálin ætti að laða að flugurnar.

  Ráð nr. 2: Það er hægt að kaupa viðeigandi gildrur eins og klístursgildrur eða á ensku sticky traps.

  Ráð nr. 3: Það er hægt að kaupa gildru sem er sérstaklega hugsuð innandyra sem er vifta með ljósi sem dregur að sér flugur og grípur þær.

  Ef það er eitthvað fleira ekki hika við að hafa samband.

  Með bestu kveðju

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar