Á stanslausum blæðingum í 3 vikur

1125

hæhæ.
ég er búin að vera á stanslausum blæðingum í 3 vikur. þetta eru ekki þessar venjulegu milliblæðingar heldur er ég á bullandi blæðingum og það hefur ekkert stoppað. Ég er á pillunni og hef verið á pillunni sem ég er á núna í 6 mánuði. en í all þá hef ég verið á pillunni í 3 ár. seinsast þegar ég tók pillupásu þá fór ég bara eins og venjulega á blæðingar og svo þegar það var búið þá var ég ekkert á blæðingum í viku en svo byrjaði þetta vandamál.. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhuggjur af er alltaf búin að taka pilluna á réttum tíma. Vitið þið eitthvað hvað þetta gæti verið ?

Það er erfitt að meta hvað getur verið að hafa þessi áhrif. Ef þetta eru miklar blæðinar þá ráðlegg ég þér að hafa samband við lækni sem fyrst.  Ef blæðingar eru ekki miklar þá liggur kannski ekki eins mikið á að komast til læknis en þar sem þetta eru orðnar 3 vikur þá er ástæða til að skoða hvað sé að valda þessu.  Ef það er séns á óléttu þá ættir þú að athuga það.  Keyptu þér þungunarpróf.  Einnig ef það er séns á að þú hafir smitast af kynsjúkdóm þá ættir þú að fara í tékk.  Byrjaðu á þungunarprófinu og sjáðu hvað kemur út úr því.  Pantaðu þér svo tíma hjá kvensjúkdómalækni.  Ef það er lögn bið og blæðingar eru miklar og sérstaklega ef þú ert farin að finna fyrir slappleika eða svima þá skaltu hafa samband á neyðarmóttöku eða læknavakt.

Vona þér gangi vel, ekki hika við að skrifa aftur ef þú vilt spyrja frekar.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar