Á vinnustaðurinn minn að sjá til þess að ég komist heim eftir vinnu?

  84

  Ég starfa sem þjónn á veitingastað og lendi oft í því að þurfa vinna þar til eftir miðnætti þegar strætó er ekki lengur að ganga. Ég hef ekki aðgang að bíl og er það heldur erfitt fyrir mig að komast heim þar sem ég bý í öðru bæjarfélagi en þar sem vinnustaðurinn minn er staðsettur. Á ég rétt á því að vinnustaðurinn borgi leigubíl eða sjái á einhvern annan hátt til þess að ég komist heim.

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það er á ábyrgð hvers og eins að koma sér til og frá vinnu nema um annað hefur verið samið. Mörg fyrirtæki bjóða upp á samgöngustyrk og getur þú kannað hvort að þinn vinnustaður bjóði upp á slíkt. Það þýðir að þú fáir smá aukapening ofan á launin þín sem gert er ráð fyrir að fari í samgöngur. Þeir sem ferðast ekki til og frá vinnu í einkabíl eiga rétt á þessum styrk.

  Ef þetta er viðvarandi vandamál að þú eigir erfitt með að komast heim eftir vakt er réttast að ræða það við yfirmann þinn. Kannski getið þið komist að samkomulagi um að þú fáir að ná síðustu strætóferð kvöldsins eða að greiddur sé fyrir þig leigubíll eða annar sambærilegur ferðamáti ef vaktin þín lengist. Það sakar aldrei að spyrja.

  Gangi þér vel.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar