Áður en ég byrjaði á blæðingum stundaði ég kynlíf. Gæti það þýtt að ég sé ólétt?

277

hæhæ

ég var að velta smá fyrir mér. Ég er á pillunni og eftir eitt pilluspjald á maður að fara á blæðingar. Fyrir 4 vikum fór ég á blæðingar en þær voru ekki miklar, kom eiginlega bara mjög lítið. Áður en ég byrjaði á blæðingum stundaði ég kynlíf. Gæti það þýtt að ég sé ólétt?

Ef þú stundaðir kynlíf án þess að nota getnaðarvörn þá getur vel verið að þú sért ólétt.  Ef þú ert að meina að þú hafir stundað kynlíf í pilluhléinu og farið svo á blæðingar þá eru mjög litlar líkur á því að þú sért ólétt ef þú hefur tekið pilluna rétt fram að hlé.  Hún virkar áfram í pilluhléinu.

Það er ekki óeðlilegt að blæðingar minnki aðeins hjá stelpum sem eru á pillunni.

Ef þú ert óviss þá er best að taka bara þungunarpróf til að vera viss um það hvort þú ert ólétt eða ekki.  Þau eru örugg ef þau eru tekin rétt.  Þú færð þungunarpróf í apótekinu.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar