Hæhæ, er að spá í að taka meiriprófið og vinna við það en þá er spurningin, ætti maður þá að fara í menntaskóla eða væri það bara waste of time?
Takk fyrir að svara
Sæll og takk fyrir þessa spurningu.
Það fer auðvitað eftir því við hvern þú talar þegar rætt er um hvort framhaldsskóli sé tímaeyðsla. Framhaldsskólaárin eru ein þau bestu í lífi flestra og oftar en ekki lærir þú meira á göngum skólans en í kennslustofunni hvað varðar t.d. samskipti við annað fólk. Ég sé að þú ert á grunnskólaaldri og það er flott að þú sért farinn að spá í framtíðinni og greinilegt að þú ert að hugsa um ákveðna atvinnu miðað við meiraprófs hugleiðingarnar. En segjum að þig langi að breyta til seinna meir, þá væri gott að vera með stúdentspróf og komast t.d. inn í eitthvað háskólanám. Það er skemmtilegra að vera í framhaldsskóla á aldrinum 16-20 ára heldur en t.d. 25-30 ára.
Sett þetta upp í annað dæmi. Þú ert kannski að vinna hjá einhverju flottu flutningafyrirtæki og hefur verið traustur bílstjóri hjá því og þekkir fyrirtækið út og inn og gætir þess vegna rekið það sjálfur, en þú færð kannski ekki tækifæri til að klífa metorðastigann því þú ert ekki tilskilda menntun eða réttindi.
Þegar þú ert svona ungur þá er ekkert til sem heitir „waste of time.“ Allt lífið er framundan og njóttu þess bara að fara í skóla, hanga með jafnöldrum, lifa í núinu og uppskera árangur á endanum með útskrift. Það á ekkert við alla að vera í skóla og þú getur bara fundið það hjá þér. Þú þarft heldur ekki að fá níur og tíur í öllu, bara klára þetta og það mun engin (a.m.k. afar fáir) spyrja þig hvað þú fékkst í einkunn í framhaldsskóla.
Ég vona að þetta svar hjálpi þér eitthvað, sendu endilega aftur ef þú ert í einhverjum öðrum hugleiðingum.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?