Ætti ég að hætta við að fara?

228

Ég er 21 árs kona sem var boðin út að borða í fyrsta skipti. Þegar hann spurði mig sagðist ég ekki vita það ( var ekki að búast við þessu) en sagði svo já. Er það asnalegt svar og mun hann halda að sé óþroskuð kannski eða? Á ég að biðjast afsökunar á því hvernig ég svaraði þegar ég hitti hann eða láta það bara vera?

Ég er líka ótrúlega feimin og veit ekki hvort ég sé tilbúin í samband, hann er líka eldri og á barn. Ætti ég að hætta við að fara og segja honum að ég sé ekki tilbúin eða bara fara og sjá hvernig verður, er mjög stressuð. 

Takk

Það er bara í fínu lagi að segja ég veit ekki, hugsa sig um og svara svo.  Það er ekkert óþroskað við það.  Ég ráðlegg þér ekkert að minnast á það hvernig þú svaraðir nema ef það kemur upp í samræðum, og þá skaltu bara vera hreinskilin.  Það er ekkert að því að samþykkja stefnumót þó þú sért ekki tilbúin í samband.  Það er löng leið þar á milli.  Þú finnur það þegar þú ert búin að kynnast einhverjum vel hvort þú ert tilbúin í samband með viðkomandi eða ekki.  Njóttu þess bara að fara út að borða og svo kemur í ljós hvort ykkur báðum langar til að fara saman aftur út eða ekki.

Góða skemmtun.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar