Ætti ég að raka á mér lappirnir?

304

Hvenær er góður tími til að byrja að raka á sér fæturna? Er 13 og er með gjöf háruga fætur er alveg komin með nóg af þessu.

Sæl,

Það er engin tími betri en annar í rakstur en ég ráðlegg þér einnig að skoða annað en rakstur því hárin verða grófari, dekkri og vaxa hraðar við það. Það er ágætt að fara á snyrtistofu og láta fjarlægja hárin með vaxi, þannig eru þau tekin upp frá rót og eru þess vegna lengur að vaxa upp en þegar þau eru skorin við húðina.Til að sem bestur árangur náist í  vaxmeðferð verða hárin að vera orðin a.m.k. 3 mm. og það getur verið erfitt að safna en það borgar sig samt. Þegar hárin eru rifin upp hefur þegar  myndast nýtt hár í hárpokanum og það fer eftir því á hvaða stigi nýja hárið er  hvenær það kemur upp.Krem sem hægir á hárvextinum, lýsir hárin og  gerir þau fíngerðari er æskilegt að nota eftir vax. Þessi krem eru mjög virk og árangurinn meðferðar miklu meiri, þau eru notuð daglega í 2-7 daga. Þú getur líka vaxað þig sjálf heima því ýmsar tegundir að vaxi fást í verslunum og apótekum en ég ráðlegg þér samt að láta fagmanneskju sjá um það í fyrsta skipti.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar