Hæhæ
Ég byrjaði á Microgyn pillunni síðastliðinn desember og er á mínu þriðja pilluspjaldi núna. Ég ákvað að sleppa þvi að taka pillupásu nuna seinast til þess að sleppa við það að fara á túr en í staðin er nuna búið að blæða stöðugt síðan þá ( í nuna sirka 3 vikur )
Hvað er hægt að gera i þessu? Ætti ég að taka pillupásu næst og sjá hvort að þetta jafnist bara út eftir það, eða ætti ég að athuga það að skipta um pillu?
Hæ
Já mögulega er tími hjá þér að skipta um pillu. Prófaðu að taka pillupásu og fara á blæðingar. Ef milliblæðingar halda áfram þá skaltu panta viðtalstíma eða símatíma hjá lækninum þínum og fá aðra tegund af pillu. Ég ráðlegg þér líka að taka þungunarpróf til öryggis…ef þú hefur tekið pilluna alla daga þá er það mjög ólíklegt en svona einkenni, auka blæðingar, geta verið einkenni óléttu þannig að taktu próf til að vera viss.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?