Af hverju er ég lengur á bllæðingum á pillunni?

247

Hæ,
ég var að byrja á pillunni í fyrsta skiptið fyrir 10 dögum síðan. Ég var vön að vera á blæðingum í sirka 5-7 daga en núna er þetta tíundi dagurinn minn sem ég er á blæðingum… Ég skil þetta ekki alveg
Afh er ég lengur á blæðingum núna og á það eftir að breytast eða minnka eitthvað?

Þetta er fremur óvanalegur fylgikvilli pillunnar.  Oftast minnka blæðingar eftir að byrjað er að taka pilluna.  Þetta gæti tengst eitthvað hormónunum nú þegar þú ert að byrja en það er mjög ólíklegt að pillan eigi eftir að valda auknum blæðingum.  Frekar að þær muni minnka. 

Ef það er einhver séns á óléttu þá er öruggast að taka þungunarpróf til að vera viss.  Ólétta getur valdið auknum blæðingum þó það sé sjaldgæft.  Ef ekki þá skaltu bara sjá til hvernig þetta verður næst hjá þér, hvort að blæðingarnar þá verði ekki minni en áður.  Ef ekki, ef þú færð aftur langar og miklar blæðingar þá skaltu ræða við lækninn þinn og kannski prufa aðra pillutegund. 

 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar