Af hverju fæ ég ekki hár undir hendurnar?

237

Ég er 15 ára strákur og er með spurningu. Ég er semsagt með alveg ágætlega mikil hár á fótunum eins og vinir mínir bara og smá (ekki mikið) yfirvaraskegg og röddin mín er djúp,en svo koma hendurnar og undir hendurnar þar sem eru engin hár:( og ég fer í ræktina og var að pæla hvort það hafi einhver áhrif á hvort ég geti orðið smá þykkur (massaður)?? Og hvers vegna er þetta svona?

Þetta hefur engin áhrif á vöðvamassann.  Þetta er alveg í fínu lagi þar sem þú ert að taka út kynþroskann eðlilega fyrir utan þetta.  Það er bara fínt að sleppa við hárin undir höndunum.  Þau koma samt líklega fljótlega.  Birnguhár geta komið frekar seint inn á kynþroskaskeiðinu…og sumir fá ekki bringuhár og það er allt í fína.  Það er persónubundið hvernig kynþroskinn kemur fram og ég á enga skýringu á þessu hjá þér.  En samkvæmt lýsingu á öðrum einkennum, skegg, rödd osfrv.  virðist hormónastarfsemin vera í fínu lagi og ætti því ekki að hafa nein áhirf á vöðvamassa. Æfingar og hollt próteinríkt mataræði er málið.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar