af hverju vill fólk ekki nota smokk í kynlífi ?

351

Af hverju vill fólk ekki nota smokk í kynlífi ?

Vá hvað ég vildi að ég vissi svarið við þessari spurningu.  Það er líklega bara persónubundið.  Hluti af ástæðunni er líklega illt umtal sem smokkurinn hefur mátt þola, t.d. að það að nota smokk sé eins og að borða karmellu með bréfinu á eða fara í fótabað í stígvéllum.  Þessar fullyrðingar eru auðvitað bull en virðast hafa komið óorði á smokkinn.  Í raun ætti smokkurinn að gefa tækifæri á að njóta kynlífsins betur..geta notið þess að vera saman án þess að hafa áhyggjur af kynsjúkdómum eða óléttu.  Einnig er séns að hann hjálpi strákum að endast lengur og það er í lang flestum tilfellum álitið jákvætt mál.  Ég hef heyrt afsakanir eins og „hann er svo dýr“ eða „erfitt að kaupa smokkinn“, og það á örugglega við í einhverjum tilfellum.  En það kostar nú aldeilis meira að eignast barn og það er getur líka verið leiðindar upplifun að fá kynsjúkdóm.  Líklega þess virði að leggja það á sig að kaupa smokkinn.

Þannig að ég verð að segja ég bara skil ekki afhverju fólk er ekki nógu duglegt að nota smokkinn.  Vonandi á það eftir að breytast.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar