HæHæ.
Ég er nefnilega búin að vera að fá rétt svo við lágmarkseinkunn í lokaprófin en skólinn sem ég er í telur það sem fall en ef ég færi mig yfir í annan og léttari skóla myndu þeir taka því sem lokið af áföngunum.
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Þetta virðist ekki alveg skrifað í stein og eru kröfur framhaldsskóla kannski ekki allar 100% eins en þó er samræmi milli skóla. Hér áður fyrr var misjafnt hvort 4,5 eða 5 væri talin fullnægjandi einkunn.
Á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur m.a. fram um mat á námi milli skóla:
Nemandi sem flyst á milli skóla, sem starfa samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, á rétt á því að fá nám sem hann hefur lokið með fullnægjandi árangri, metið til eininga á sama hæfniþrepi í viðtökuskóla enda falli námið að námskrá og námsbrautalýsingum viðkomandi skóla.
- Viðtökuskólar skulu meta áfanga á sama hæfniþrepi og þeir eru skilgreindir í fyrri skóla nemenda, óháð kennslufyrirkomulagi.
Svo það er því miður frekar ólíklegt (ekki 100%) að ef það er skráð fall hjá þér að það yrði metið sem staðið í öðrum skóla.
Ef þú hefur auga á einhverjum ákveðnum skóla eða skólum ráðleggjum við þér að hafa samband við námsráðgjafa í þeim skólum til að fara yfir þetta með þér. Hver veit nema áherslurnar séu öðruvísi annarsstaðar. Það sakar allavega ekki að prófa.
Gangi þér vel.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?