ja
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Af hverju þú ert til mætti svara á ólíka vegu þó eflaust sé ekki að finna neitt endanlegt svar.
Þú ert til vegna þess að foreldrar þínir eignuðust barn, vegna þess að sameindir bundust og urðu að lifandi efni, til þess að gera það sem þig langar til, vegna þess að Guð skapaði þig mögulega?
Áhugavert er að skoða þessar vangaveltur út frá spurningunni um huglægt og hlutlægt viðhorf um tilgang í lífinu.
Þessi spurning getur verið frábært efni í djúpar samræður við vini og fjölskyldu.
Gangi þér vel.
Mbk,
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?