Það kemur stundum fyrir að það blæðir þegar ég stunda kynlíf. Ég nota sleipiefni, smokk og reyni allt til að koma í veg fyrir það, Er á pillunni líka. Stundum kemur lítið blóð, stundum ekkert og stundum mætti halda að ég sé á full on túr. Er þetta eðlilegt?
Hæhæ og takk fyrir spurninguna
Líklegast er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Það gæti hafa komið smá rifa við samfarirnar eða það gæti hafa verið blóðpollur í leginu sem hreinsast út (eðlilegt). Það er samt ástæða til að hafa í huga hvort einhver séns sé á því að þú sért ólétt eða með kynsjúkdóm, sérstaklega ef blæðing hélt eitthvað áfram. Mögulega gæti þetta verið milliblæðing vegna pillunnar, kannski því þú hefur sleppt pilluhléi (?). Ef að blæðing stoppaði fljótt og þú hefur engin önnur einkenni þá skaltu bara sjá til og ekki hafa áhyggjur en hafa þessi atriði í huga ef það fer að blæða aftur.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?