Hæhæ, eg er með svolítið persónulegar pælingar sem mig langar að spyrja. Þannig er mál með vexti að ég er í sambandi með strák og við eum buin að vera saman i u.þ.b. 1 og hálft ár, eg er búin að vera að spá undanfarið Afhverju eg er svo sjaldan i stuði fyrir að riða? Þegar við vorum fyrst að byrja að stunda kynlíf var eg mjög spennt fyrir þvi en núna i dag er eg svo sjaldan i stuði til þess. Ástæðan gæti kannski verið að hann fær það stundum svo fljótt að eg næ ekki að njóta eða eitthvað en svo er eg lika að spa hvað við getum gert til að eg fái það oftar? Þvi eg fæ það ekki svo oft þegar við stundum kynlíf.
Hæ
Ég held þú hafir fundið ástæðuna sjálf fyrir áhugaleysinu. Ef þú ert að fá lítið út úr kynlífinu ykkar þá er líklegt að áhuginn fyrir að stunda það verði ekki mikill. Það er best ef þú treystir þér til að ræða þetta við kærastann, að láta hann vita að þér þykir leitt að áhugi þinn hafi minnkað og láta hann vita hvað væri hægt að gera til að bæta áhugann. Til dæmis lengja forleikinn, það eru margar konur sem fá það ekki við samfarir, hjá mörgum hjálpar að nudda snípinn í leiðinni, að velja stellingu þar sem hægt er að nudda snípinn meðan þið hafið samfarir. Eða passa að þú fáir það fyrst eða á eftir með öðrum leiðum en samförum.
Það er líka mikilvægt að átta sig á að kynlíf og forleikur getur byrjað langt áður en farið er upp í rúm. Að hrósa, faðma, heyra að þú sért falleg, að þér finnist þú örugg í sambandinu, að þið séuð góð við hvort annað og styðjið hvort annað. Það hjálpar líka til að auka áhugann á kynlífi.
Einnig getur allt álag, kvíði, depurð haft þau áhrif að áhuginn á kynlífi hverfur, þá er mikilvægt að ræða það við kærastann og fá aðstoð við að vinna úr því, etv. hjá skólahjúkrunarfræðingi, sálfræðingi eða lækni.
Ég vona að þetta svar hjálpi eitthvað. Endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja meira um þetta eða eitthvað allt annað.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?