Afhverju er túrblóðið mitt stundum brúnt en ekki rautt?

2412

Þetta er kannski óviðeigandi spurning en…. Afhverju er túrblóðið mitt stundum brúnt en ekki rautt?

Þetta er góð spurning.  Blæðingarnar breytast yfir þessa daga sem þær standa yfir.  Það getur komið mjög rautt blóði og einnig dökk rautt eða dökk brúnt.  Það er vegna þess að blæðingar eru að hreinsa út gamalt blóð og slímhúð úr leginu.  Þannig að eitthvað af blóðinu sem er að koma er orðið gamalt og því dekkra.  Það er líka eðlilegt að það komi eins og slímkennt blóð með blæðingunum og stundum smá lykt.  Það er líka eðlileg tiltekt í leginu.  Mánaðarleg úthreinsun til að gera legið klárt, hreint og fínt fyrir næsta egglos.  Ótrúlega fullkomið kerfi 🙂


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar