Afhverju verð ég ekki ólétt?

  83

  Hæhæ, ég og kærastinn minn erum búin að reyna að verða ólétt í u.þ.b. ár. Ég er 23 ára og hann 26 ára og erum bæði mjög hraust og erum bæði dugleg að hreyfa okkur. Ég er með frekar óreglulegan tíðahring eða allt frá 26 dögum-33 ca en finn oftast vel fyrir egglosinu. Við stundum mjög reglulegar samfarir og alveg á hverjum degi í kring um egglos. Við erum farin að hafa smá áhyggjur að það sé eitthvað að en ekkert hefur komið í ljós hingað til. Er eitthvað sem við getum gert til að auka líkurnar á að ég verði ólétt?

  Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.

   

  Það geta verið margar mismunandi ástæður sem valda því að ekki verði getnaður. Lang best fyrir ykkur væri að hafa samband við heilsugæslu þína og fá viðtal við heimilislækninn þinn (ef þú ert með slíkan). Helstu upplýsingar um hverfisheilsugæslur er að finna á https://www.heilsugaeslan.is/ einnig geturu haft samband við hjúkrunarfræðing í gegnum https://www.heilsuvera.is/ þar geturu skráð þig inn með rafrænum skilríkjum.

   

  Með bestu kveðju
  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar