Aldursmunur

301

Èg er 18 ára og stelpan sem ég er að tala við er 15 ára. Er það í lagi? Eða vel séð?

 

Að sjálfsögðu getur verið ákveðinn þroska- og reynslumunur á þessum árum og getur valdaójafnvægi myndast en ef það er virðing og ást til staðar þá ætti þetta að vera allt gott og blessað. Ást spyr ekki um aldur,stétt eða stöðu.

Hins vegar segir í almennum hegingarlögum að hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta refsingu, sem getur orðið 4 ára fangelsi.  Þessu ákvæði er ætlað að vernda unglinga fyrir fólki sem vill notfæra sér þroska- og reynsluleysi þeirra.

Markmið laganna er ekki að hafa afskipti af einkalífi fólks svo framarlega að ekki sé um að ræða þvingun, nauðung eða misnotkun á trausti eða sakleysi þeirra sem ekki geta varið sig.  Lögin eru sett til að vernda börn og unglinga gegn misnotkun þeirra sem vilja notfæra sér reynsluleysi þeirra og ungan aldur.

Vonandi svarar þetta þér einhverju ef þú ert að tala við 15 ára stelpu og hefur þessi atriði í huga, þá ertu í góðum málum. Við hjá áttavitanum mælum alltaf með að hafa virðingu, ást og samþykki að leiðarljósi í samskiptum.

Kær kveðja,
Áttavitinn
ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar