sæl veriðiÉg hef verið í smá veseni sambandi við hægra eistað mitt.
Ég hef lent í því 4-5 sinnum á seinustu 2 árum, að annað eistað mitt fari upp í maga. Ég lenti í því seinast þegar ég var í líkamsrækt , þar að segja hlaupa úti, fyrir mánúði síðan og var það hrikalega óþægilegt , gat ekkert einbeitt mér. Þetta gerðist fyrst fyrirþegar ég var 18 ára en ég er núna 21. Er hægt að gera eitthvað við þessu? hefur eitthver lent í þessu áður? þarf maður að fara í aðgerð? ég er mjög stressaður yfir þessu og er mjög hræddur þegar ég er að stunda kynlíf eða í líkamsrækt að þetta gæti endurtekið sig.
Hæ
Það er alveg til í dæminu að þetta geti gerst en frekar óalgengt hjá fullorðnum mönnum, lagast oftast um kynþroskann. Það er vöðvi sem stjórnar því að eistað dragist upp, þessi vöðvi á að vinna þannig að eistun dragist upp við kulda og niður við hita, s.s. hitastjórnun eistanna. Það þekkist að þessi vöðvi dragi eistað upp aðeins of kröftuglega þannig að eistað fari alveg upp í nára. Það er margt sem getur haft áhrif á þetta, t.d. kviðslit, örvefur eða stutt sáðrás. Þetta er ekkert hættulegt en mikilvægt að fylgjast með þessu og vera viss um að eistað skili sér aftur niður. Þegar eistað fer upp þá eykur það líkur á fylgikvillum eins og minnkaðri frjósemi eða að það snúist upp á eistað sem getur verið alvarlegt. Ég ráðlegg þér að ræða við lækni og finna út hversvegna þetta gerist hjá þér og fá ráð hvernig þú getir minnkað líkurnar á því að þetta gerist. Þú getur byrjað á því að panta tíma hjá lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi og fengið ráðleggingar þar.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?