Árekstur

  121

  Hææ, ég lenti í árekstri og er aðeins 18 ára gamall og er að reyna að jafna mig eftir það bæði líkamlega og andlega. Og ég er ekki viss hvernig mér líður til lengdar með að keyra bíl á næstunni

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það besta sem þú getur gert er að setjast strax aftur undir stýrið ef líkamleg heilsa leyfir. Ef þú bíður með það er hætta á því að þú gerir það bara aldrei aftur eða að það að aka bíl valdi þér meiri kvíða en það ætti að gera. Ef þér finnst þetta mjög erfitt er gott að fá einhvern með sér, foreldra, systkini, vini sem þú treystir til að sitja í bílnum með þér meðan þú prófar. Þú getur prófað stutta vegalend til að byrja með og farið svo lengri vegalengdir eftir því sem þú treystir þér til.

  Hefurðu heyrt „If you fall off the horse, get back on“? Þetta er bara akkúrat það. Ef við gerum mistök, ekki gefast upp og reyndu aftur.

  Höggið sem kemur á líkamann getur verið lúmskt og er alltaf mælt með því að fara strax í skoðun hjá lækni og fá áverkavottorð ef ske kynni að seinna meir farir þú að finna fyrir verkjum í baki og hálsi t.d. Það gæti einnig verið gott fyrir þig að hafa samband við sálfræðing ef þetta liggur þungt á þér andlega.

  Slysin gerast og er gott að ekki fór verr. Bílar eru dauðir hlutir og skiptir öllu máli að fólk sé í lagi.

  Gangi þér vel og reyndu að láta þetta ekki hafa áhrif á þína framtíð undir stýri.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar