átti ég rétt á desemberuppbóti í fyrra? ég finn ekkert um það.

41

ég fékk ekki greitt desemberuppbót í fyrra frá fyrirtækinu sem ég vann hjá. Ég vann oft kvöldvaktir, dagvaktir og helgarvaktir. ég vann samtals 315,5 klukktíma frá júni til desember. Átti ég rétt á desemberuppbótum? Finn ekkert um það. Fyrirfram þakkir.

Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,

Hjá flestum fyrritækjum fá einungis fastráðnir starfsmenn Desemberuppbótt. Þ.e.a.s. ef þú ert í prósentuvinnu en ekki tímastarfsmaður.

Til að útskýra betur þá var desemberuppbót ársins 2024 106.000kr fyrir fólk í 100% vinnuhlutfalli. Það þýðir að manneskja í 50% starfi hefði átt að fá 53.000kr.

En manneskja í tímavinnu á því miður ekki rétt á desemberuppbóti í flestum tilvikum.

Ef þú ert óviss um hvort þú sért fastráðinn eða ekki mælum við með að hafa samband við atvinnurekandann þinn.

Mbk,

Ráðgjafi Áttavitans


Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar