mig langar til að flytja erlendis, helst til norðurlandanna, og prófa að vera þar eitt sumar. en þá er spurngin með vinnu. hvar get ég sótt um sem íslendingur og hvar er þá hægt að finna ófýrt húsnæði?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Þú getur t.d. sótt um árstíðabundið starf í einhverjum af Norðurlöndunum í gegnum Nordjobb (hér geturðu lesið aðeins um Nordjobb -> https://attavitinn.is/samfelagid/utlond/nordjobb-sumarvinna-a-nordurlondunum/.
Hér er svo önnur vinnumiðlun sem auglýsir störf út um alla Evrópu.
Það getur verið mjög sniðugt að finna facebook síður fyrir Íslendinga erlendis (Íslendingar í Kaupmannahöfn, Osló, Stavanger… eða í því landi eða borg/bæ sem þú vilt flytja til) og auglýsa þar eftir húsnæði. Þar getur verið fullt af fólki með gott tengslanet sem getur aðstoðað við leitina og deilt auglýsingu fyrir þig á sínum miðlum. Svo er hægt að kanna leigumiðlanir og sambærilegar síður og „brask og brall“ og „bland“ í því landi sem verður fyrir valinu. Þar geturðu einnig reynt að finna starf við hæfi.
Gangi þér vel.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?