Bæði tilbúin í kynlíf

346

Hæhæ, kærastinn minn er 15 ára og ég er 14 við erum buin að vera saman í hálft ár og við erum bæði tilbúin í kynlíf enn meigum við það?
Hann hefur gert þetta áður þannig hann er búin að missa sveindóminn enn ekki ég, hvað gerist? Finn ég fyrir einhverju?
Ég veit heldur ekkert hvernig þetta er gert og ég kann ekkert a þetta, enn ég treysti honum 100% fyrir þessu og veit að hann mun alveg segja mer og hjálpa mér. Enn gætirðu sagt mér svona smá?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er algjörlega mismunandi hvernig fyrsta skiptið er hjá fólki. Það getur verið vont að hafa samfarir í fyrsta skipti en það er ýmislegt sem þú getur gert til að minnka líkurnar á að það verði vont. Stundum blæðir þegar þú hefur samfarir í fyrsta skipti en alls ekki alltaf, það er ekkert til sem á við alla!

Fyrsta skipti gerist bara einu sinni og þú verður að muna það. Til að þetta gangi sem best er fyrst og fremst mikilvægt að þú sért tilbúin til þess að hafa samfarir, að þig langi mjög mikið og að þú sért með einhverjum sem þú treystir og ert örugg með. Það er best að fara sér hægt, skapa rólegar og kósí aðstæður og vera viss um að fá að vera í friði. Vera með smokk þannig að það sé ekki stress yfir kynsjúkdómum eða óléttu. Gera allt sem þú getur til að minnka stress. Því ef þú slakar vel á og nærð að verða kynferðislega æst eru miklu minni líkur á að þetta verði vont. Svo þarf að muna að þetta er eðlilegt, gaman og gott en eitthvað sem maður deilir ekki með hverjum sem er. Ef maður er með einhverjum sem maður teystir eru líklegra að við þorum að tala og segja hvað við viljum og líka líklegra að maður geti hlegið og haft gaman. Það hjálpar líka til að slaka á.

Vertu 100% viss um að þú sért tilbúin, annars liggur ekkert á.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar