Blæðingar og kynlíf

  104

  Góðan dag,

  Ég stundaði kynlíf í fyrsta skipti fyrir mánuði og ég byrjaði á blæðingum 23 júlí og er ekki ennþa byrjuð aftur og það er kominn 30 júlí, er það venjulegt því ég er smá hrædd um hvort að ég sé ólétt og langaði að vita hvernig þetta er með hvort að það sé eðlilegt að bæðingar lengist svona mikið.

  Góðan dag og takk fyrir spurninguna.

  Það er alveg mögulegt að blæðingarnar færist til en til þess að taka af allan vafa væri best að þú kaupir þér óléttupróf í næsta apóteki. Gott er að skoða líka hvort þú notaðir getnaðarvarnir þegar þú stundaðir kynlíf.

  Mbkv.

  Áttavitinn


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar