blæðingarnar bleikar og ósköp litlar

922

Er að byrja á blæðingum í annað sinn síðan ég stundaði síðast kynlíf en i þetta skiptið eru þær bleikar og ósköp litlar. Síðast fannst mér þær spes á litinn fyrsta daginn en eftir það eðlilegar, í dag er 2.dagur a blæðingum en allt bara ljósbleikt og mjög lítið. Er ekki búin að fá tækifæri til að taka óléttupróf síðan mér datt þungun í hug fyrst í morgun en er vægast sagt að fríka út. Gæti þetta verið eðlilegt? Er ekki með önnur einkenni óléttu nema nú er mér óglatt af stressi held ég..

Þú skalt endilega taka þungunarpróf til að vera viss.  Það er margt annað sem getur haft áhrif á blæðingarnar.  T.d. ef þú ert að grennast, æfa mikið, sum lyf, stress, kynsjúkdómar.  Þannig að ef þungunarprófið er neikvætt þá skaltu fara í kynsjúkdómatékk, þú getur pantað þér á göngudeild húð-og kynsjúkdóma, hjá kvensjúkdómalækni eða á heilsugæslu.  Þú getur byrjað á Klamydíuprófi sem þarf bara þvagprufu til að tékka á.  Fínt að heyra í vakthjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni þinni með það, ætti að ganga fljótt og vel.  Ef þú ert hvorki ólétt né með kynsjúkdóm, þá skaltu pæla aðeins í hvað annað gæti verið að hafa áhrif af því sem ég nefndi hér fyrr í svarinu.  Það er algjörlega séns að þetta sé tilviljun og blæðingarnar verið í fínu lagi næst og ekkert mál.   En það er betra að vera viss að allt sé ok.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar