Blóðug útferð og verkir að neðan

488

Hæhæ,
Ég er með eina spurningu, veit samt ekki hvort ég er á réttum stað að spurja, en það er þannig að kærastinn minn puttaði mig í gær og eg fann ekki fyrir neinum sársauka fyrr en daginn eftir og síðann kemur smá blóðug útferð og ég er með mikla verki þarna að neðan og eg var að spá hvort þetta sé allveg eðlilegt? Eg hef aldrei Stundað kynlíf og þetta er allt frekar nýtt fyrir mig og er með smá áhyggjur af þessu. Kær kveðja 18 ára.

Það er ekki eðlilegt að vera með verki, en ólíklegt að nokkuð hættulegt hafi gerst við þetta kelerí hjá ykkur.  En ef þú finnur ennþá til, ef verkirnir líða ekki hjá á 1-2 dögum þá skaltu ræða við lækni.  Það er líklegast að allt sé í fína, mögulega hefur meyjarhaftið rifnað eða komið smá sár innan í leggöngin sem ættu að gróa fljótt.  Ef ekki þá skaltu hafa samband á heilsugæsluna og fá viðtal við hjúkrunarfræðing eða lækni, eða panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.  Vonandi er þetta liðið hjá og engar ástæður til að vera með áhyggjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar